mánudagur, júlí 10, 2006

Það sem ég skrifaði fyrir 10dögum síðan

Jæja, þá er farið að styttast í þessu hjá okkur :I

Á fimmtudaginn síðastliðinn komu Gay-ri og G-Luv til okkar og má, vægt
til orða tekið, segja að Berlín hafi verið tekin með góðu trompi. Jafnmargir
bjórar hafa nú líklega ekki verið drukknir á jafn skömmum tíma og hvað þá
jafn fáir tímar farið í óþarfa eins og svefn. En ef einhver 3 orð eru betri
en önnur til að lýsa þessu þá eru þau : Bjór, át og fótbolti! Jafn miklir Meat-sweats
hafa nú bara ekki fundist austan Fituríkjanna í vestri. Steikur, pulsur,
steikur í brauði, Karrýpulsur, Döners, Mac-D's, Stærri steikur, bakaðar kartöflur,
franskar kartöflur, steiktar kartöflur og að ógleymdum öllum sósunum, og svo öllu
skolað niður með ógrynni af bjór, ljósum og dökkum, og svo Breezerum fyrir þá er ekki
gátu meiri bjór. Enn þrátt fyrir það allt náðum við nú samt að hendast með þá á þessa
normal túrista staði ásamt því að finna aðra staði minna túrista væna. En eitt er víst, að Berlínarbúar munu higsa öðruvísi til Íslendinga eftir allar söngkennslurnar í lestarferðum morgnanna á leið heim af djamminu og danskennslurnar með Mexíkönum og
Spánverjum á nætuklúbbum bæjarins.
En svo þegar á ferðina leið var nú farið með þá á ströndina á Wannsee þar sem Johnny
gerði misheppnað Baywatch hlaup út í vatnið syngjandi Baywatch þemalagið og G-in tvö
sýndu ótrúlega takta við að hoppa eftir frisbí diskum. Svo var að sjálfsögðu tekið
þetta fínasta shopping trip á mánudegi ásamt því að éta síðustu steikina og reynt að
troða Kebab í sig eftir það. Drengjunum tókst það nú eigi en Bjarni búinn að lifa í
Berlín í 3vikur áttu nú ekki í miklum vandræðum með það. Síðan var bara þeim hent uppá flugvöll á þriðjudag með loförðum um engan meiri bjór í einhverja daga o.sv.frv. Það dugði þar til við Jón hittum Kristján mann systir minnar hérna á Afrískum stað til að horfa á Brasilíu - Ghana og þá hélt drykkjan nú áfram fram eftir nóttu. En eitt er víst að Afríkanar voru með hjartað á réttum stað er kom að því að styðja sitt lið, engin smá helvítis læti í þessar pínu holu þarna og allir öskrandi og klappandi. Ef það væri nú bara svona að hofa á bolta heima, aldrei nein læti í neinum liggur við. Smökkuðum við líka mjög merkilegan bjór þá á lítilli knæpu í Kreuzberg sem við höfðum ekkert vitað af, en hann var alveg svartur og bragðaðist í raun ekkert ólíkt kóki, þrátt fyrir að vera einhver rífleg 5.5% eða svo.
Og drengir, eins fyndið og það er nú að við náðum ekki múrnum up-close and personal,
þá rákumst við Johnny á tvo nett stóra búta úr honum í gær bara rétt hjá Potsdamer Platz þar sem við erum nú búnir að vera á rölta um hægri vinstri. En ok, það er bara næsta ferð fyrir ykkur...

En já, Hittum Breta í gærkvöldi á Oranienburgerstr. fórum með þá á svalasta stað bæjarins sem heitir Tacheles og helttum í okkur með þeim. Þessi staður er í raun alveg fáránlega svalur, Kjartan getur tekið undir það þar sem hann elskaði víst þennan stað. En hann er semsagt staðsettur á 5tu hæð í gömlu verksmiðju húsi sem var sprengt í köku í WW2 og er í raun alveg opið út í bakgarð þarna þar sem er strandsandur og litlir indie pleisar. En þessi hæð slapp að vissu leiti og er núna hægt að sitja þarna, hlusta á rólega tónlist og horfa útum það sem var einu sinni stór verksmiðjusalur en er núna bara opið svæði. Það er líka svo kúl að sjá að það eru svo mismunandi hlutir í gangi í þessu húsi, massa Techno staður á 3ju hæðinni, listagallerí fyrir unga listamenn á 4hæð og þetta pleis á 5hæð, ásamt því að það er Bíó á neðstu hæð, eða réttara sagt tveim neðstu. Án efa svalasti
staður sem ég hef farið á fyrir utan Kaffibarinn ;)

En jæja, þessa lokahelgi mína hef ég verið að tjilla með Önnu og Benna Edelstein og vinum þeirra heima hjá þeim. Johnny fór að heimsækja family til Prenzlau og mér var boðið að tjilla bara hérna og ég tók því að sjálfsögðu. Búinn að fara að vesla ágætlega í gær og býst við meiru á morgun. Í dag er annar 30°+ dagurinn í röð þannig það verður sennilega eitthvað farið í sólbað til að massa upp tanið fyrir heimferðina, en við Jón mætum á klakann ríflega 15:15 á þriðjudag 4.júlí.


ps. þetta var skrifað fyrir löngu síðan, og svo copy/paste núna hignað. Lokauppgjör á leiðinni með fullt af myndum!!!

mánudagur, júlí 03, 2006

Allt ad gerast

Her i Berlin er allt ad gerast...

Eg var buinn ad skrifa massalangan pistil a tolvuna mina en vid honfum ekkert komist
i tradlaust net tannig hann bidur, tar er nu euinmitt myndasaga drengjanna og meira inni!!!

Ferdasaga bara later a `etta, sjaumst a morgun :)

miðvikudagur, júní 21, 2006

Mættir á NetBjórinn okkar og þá kemur update!

Furðu margt sem við erum búnir að gera síðustu daga þrátt fyrir endalausa mollu og hita þó enga sól svo eitthvað sé hægt að tala um (allavega ekkert strandveður) Tókum okkur til síðastliðinn laugardag og sturtuðum í okkur Vodka í appelsínusafa ásamt bunka af bjórum (Erum komnir í ríflega 60bjóra sem við höfum drukkið bara heima, og þar fer minnsta drykkjan fram) og fórum svo og hitum Önnu Edelstein og einhvejrja vini á stað sem heitir Luckystar eða Starwings eða eitthvað og þar er bara spiluð svona 60's music einhver, alveg nett stuð til að byrja með og var svitanð vel á dansgólfinu en þegar fór að líða á þetta var nú óneitanlega eins og massaði DJ-inn væri eitthvað að missa kúlið og lögin þarafleiðandi byrjuð að syger kunte. Þannig eftir 10+ Becks (? ca) á mann var staðurinn kvaddur og lagt af stað í undergroundið, og þá byrjaði fjörið. Fyrst hittum við gaura með pinna í nefi og annan sem var yfir höfuð furðulega fullur (pissandi á götuni og eitthvað) og vildu þeir, eftir smá rabb, labba með okkur á lestarstöðina. Við eitthvað, "ok" báðir sannfærðir um það að þetta myndi vera okkar síðasta. En þá komu einhverjir 16-17 ára strákar okkur til bjargar með því að byjra að bulla eitthvað. Þeir höfðu nú tekið sig til og rænt stórum pappakassa fullum af áfengi sem þeir voru að sturta í sig og hjálpuðum við eitthvað aðeins við það. Það samt að tala við þá var eins og að horfa á gamla mynd með Arnold Schwarzenegger, skildum ekki orð, og þá kom nú þýsku kunnátta Johnnys sér vel þar sem þeir bara böbluðu við hann meðan ég talaði við eina gaurinn sem kunni eitthvað í ensku. En þegar hann byrjaði að spyrja mig útí hvenrig mér finndist hinir ýmsu Þýsku bílar vera í samanburði við aðra, hugsað ég með mér að þetta væri orðið gott og við beiluðum í lest sem var full af sofandi fólki :)

En ftir langa nótt var loks haldið heim uppúr kl ég veit ekki hvað og sofið fram eftir á sunnudag sem fór svo bara í þynnku!
Á mánudag var safnadagurinn ógurlegi (eitt safn sem tók um 2tíma að ganga um) Og svo var horft á bolta.
I gær var svo komið að alvöru leik loksins, Þýskaland - Ekvador sem við að sjálfsögðu horfðum á Fan Meilinu, með, já, 699.998+okkur og þar var ógeðslegea heitt og brann ég í döðlu á öxlunum og skildi það að sjálfsögðu eftir sig fallegt wifebeater far sem ég mun monta mig af síðar. Síðan var bara stíf drykkja í raun frá um klukkan 3 um daginn þar til eitthvað í nótt eftir Svíþjóð - England og einhvern Bjórgarð sem við fórum í . En fuck it, ég er leiðinlegur penni þannig ég nenni ekki að skrifa meira set bara inn nokkrar myndir...


ps. Alger helvítis óbjóður þessi "Currywurst" sem Johnny fékk sér hjá Engin Grill Tyrkja vini okkar...








föstudagur, júní 16, 2006

Bunir ad meika´da

strakarnir ad gera goda hluti sko...
Mynd af Fun-In-Berlin.DE

fimmtudagur, júní 15, 2006

15júní, hipp hipp húrra....

Jæja, update....
Brasilía - Króatía, allt VITLAUST, Þýskaland - Póland, miklu MIKLU meira vitlaust, við erum að tala um svona yfir 350þús manns, ALLSSTAÐAR var fólk, við þurftum að labba meðfram öllum garðinum sem "Fan Meile" er til að komast inní hópinn nokkurn veginn fyrir aftan miðju á götu sem er rétt tæir 2kílómetrar. Loks komumst við inn og tróðum okkur í hópinn, við erum að tala um fólk frá BÓKSTAFLEGA öllum Heimsálfum, ástralir, Tógar, Brassar, Mexíkanar, Kanar, ZBretar, Japanir og svo að sjálfsögðu Svíarnir okkar ástsælu sem koma að síðar, og svo við, kannski ekki einu íslendigarnir á svæðinu en ekki virðast þeir vera margir. En já massa stemmin allan leikinn og er Neuville skoraði loks á 91 mínútu þá varð allt kreisí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Betri sögur af því síðar en það var mikill bjór og massa djamm. Og þá kom að því að djamma með svíunum, en þeir höfðu komið sér fyrir fyrir ofan inngang að lestarstöð í smá fjarlægð og þar var bara drukkið og sungið og allir að taka þátt, líka þeir sem ekki voru sænskir og rauluðum við einnig með hástöfum og vorum hálfraddlausir í morgun meir að segja. En við semsagt komust að því að í Paragvæ "Syger alle Kunta" og "Henke is there, is there, is everyfuckingwhere" og aðra sænska Toppslagara sem gætu nú endað á hvaða vinsældalista sem er. En það er svo magnað hvenrig maður er að hitta lið hérna í þessari mannþröng, t.d. hittum við lið í gær sem við vorum að djamma með á föstudaginn (vinum Önnu og Benna) og svo var ég að kjafta við gaur sem fór til íslaNDS í fyrra með vini sínum í nokkra daga, síðan að sjálfsögðu kom það í ljós að hann kom til Íslands að hitta Benna Edelstein. Fáránlegt. En já, við erum búnir með bjórinn og þurfum að fara að mála sænska fánann á okkur til að gera allt vitlaust í kvöld því Við erum að tala um það að hérna eru allir "Freunde". Meira og nánari sögur heyrast síðar...


ps. Hákon er á leið heim...

Myndir!!!




...allir eru vinir á HM...

mánudagur, júní 12, 2006

Jæja, Berlín, Berlín, Berlín, hvað get ég sagt... Tjúttað um helgina, bjór með öllum málum eða svo gott sem allavega... Er reyndar bara á netkaffi núna með lappann, aðeins að henda inn info af okkur...
Byrjuðum semsagt á Opnun af The Fan Meile hér við Brandenburgarhliðið sem liggur allaleið að Sigursúlunni á einni götu er heitir 17. Júní Strasse, þeir sem hafa veirð þarna þekkja það, en aðrir verða bara að dreyma um götu sem er ca 1,5-2km að lengd og MJÖG breið allaleið, þar eru semsagt um 10 RISA skjáir með liekjunum á og bjórtjöld og pulsur ALLSTAÐAR, þar vorum við með um 200þús manns á 7júní við svona opnun á svæðinu þar sem Nelly Furtado og Ricky Martin gerðu allt vitlaust að ógleymdri SÚPERHETJUNNI Ronan Keating!!!!! En já, þar var ágætt og fjör en við ennþá nettþreyttir eitthvað þannig það var rólegt kvöld. En síðan kom að opnunarleiknum, 300þúsund manns + við 3 að horfa á Þýskaland vinna Costa Ríka 4-2 kreisí fjör, síðan hittum við Benna og Önnu og fórum á einhvern pöbb sem vara bara kúl, betri lýsing og myndir síðar og síðan gerðum ég og jón allt vitlaust á The Matrix klúbbnum, betri lýsing síðar! Ehh, laugardagur, "party" með tvibbunum og þýskum vinum þeirra, bjór, grill og ógeðsleg bolla sem íslendigarnir buðu uppá, að óglemydu að sjálfsögðu Opal og Brennivíni sem fór misvel í fólk ;)
Sunnudagur þynnka, mánudagur á Wannsee sem er vatn í Suðvestur berlín og þar er massaströnd og við tókum ÍslenskA MASSANN á þetta og gerðum allt vitlaust í vatninu (Read: Hjólabuxur og Frisbí, Ausa langaði að tala þátt en var fastur heima á Íslandi ;))
Og svo er það hérna núna... Live Music Lounge rétt við Bergmannstrasse að drekka bjór, skrifa þetta og horfa á Ítalía - Ghana. Á morgun, ALLT VITLAUST, Brasilía - Króatía, búist er við um 200þús manns á Fan Meiluna og við verðum þar líka, drekkandi bjór og étandi pulsur eins og okkur sé borgað fyrir það....

Það versta við þetta alltsaman er það að þegar maður kemur heim þarf maður að hlaupa þetta allt saman af sér þar sem það er viðbúið að það verði eitthvað af aukakílóum í gangi, en það breytir ekki öllu, fjörið er hér, ekki hjá ykkur, hafið það gott, Tschuss!!!!!!

ps. Nokkrar myndir for your viewing pleasure!


mánudagur, júní 05, 2006

ALLT sð gerast, þegar þetta er skrifað eru 16tímar í flugið, það er alveg fokk miið reyndar sem maður á eftir að gera og þarf helt að klára fyrir klukkan 1915 því þá er Víkingur - Valur í víkinni og það er alveg málið að styðja sína menn í eitt síðasta skipti áður en alvaran tekur við úti...
En krakkar mínir, við munum aveg muna að skemmta okkur fyrir ykkur líka og munum vera duglegir að blogga og dreifa slúðri um hvorn annan og svo framvegsi, þá er ég næ ekki að kveðja segi ég hér með Later á 'etta, Stephen Hawkins, Bitch!!!!